Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 23. september 2022

Mennirnir tveir sem eru grunaðir um leggja á ráðin um hryðjuverk, eru sagðir hafa rætt um fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Annar þeirra var látinn laus úr gæsluvarðhaldi deginum áður en hann var handtekinn nýju.

Dómsmálaráðherra segir ljóst frekari fjárheimildir séu þarfar til löggæslu í landinu. Hann segir burt séð frá atburðum síðustu daga þörf á endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð til lögreglunnar.

Atkvæðagreiðslur standa yfir í fjórum hernumdum héruðum í Úkraínu um sameinast Rússlandi. Niðurstaðan þykir fyrirfram gefin og ef Rússar innlima héruðin gætu átökin stigmagnast.

Fyrsta haustlægðin er væntanleg um helgina. Gul viðvörun tekur gildi um nánast allt land síðdegis á morgun eða annað kvöld, og búist er við snjókomu á fjallvegum norðaustan til.

Með þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi er lagt til efla verulega félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það fæli í sér miklar tilfærslur á veiðiheimildum til strandveiða.

Framkvæmdastjóri Landverndar segir vindorkufyrirtæki á Vesturlandi hafi farið með rangfærslur um stefnu stjórnvalda í orkumálum á kynningarfundum í vikunni. Talsmaður eins vindorkufyrirtækjanna sakar Landvernd um áróður á fundunum.

Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík hafa farið um borgina með pilsaþyt og dansi í morgun. Árlegur peysufatadagur skólans er í dag.

Frumflutt

23. sept. 2022

Aðgengilegt til

23. sept. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.