Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 7. september 2022

Verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans segir aukin harka færast í líkamsárásir meðal ungs fólks og þörfin á fræðslu og forvörnum hafi sjaldan verið meiri. Málin séu sum algjör hryllingur.

Umboðsmaður Alþingis telur þörf á heildstæðri úttekt á aðgerðum stjórnvalda í heimsfaraldrinum svo draga megi lærdóm af þeim. Ýmis álitaefni séu uppi um hvort reglum réttarríkisins hafi verið fylgt.

Ekki er búið taka ákvörðun um hvort örvunarbólusetning gegn COVID-19 verði í boði ár hvert hér á landi, eins og boðað er í Bandaríkjunum. uppfærð bóluefni gegn covid eru komin til landsins.

Forseti Rússlands sakar Evrópulönd um svindla á sér í kornútflutningi frá Úkraínu þar sem mest af korninu endi í Evrópulöndum en ekki fátækum ríkjum. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna séu ógn við heimsbyggðina.

lota kjarasamningsviðræðna er hafin. Samtök atvinnulífsins ræddu í gær við Starfsgreinasambandið um nýjan samning og hafa einnig rætt við fulltrúa VR.

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem hefur verið óformlegur mælikvarði á tíðarfar á Suðvesturlandi síðan á 19. öld, hverfur öllum líkindum ekki í ár.

Íslenskir pönkarar eru ekki dauðir úr öllum æðum. Í hádeginu er sérstök pönkganga í vöggu íslenskrar pönkmenningar, Kópavoginum og við verðum þar í beinni útsendingu.

Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki tryggja sér farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer á næsta ári. Næst á dagskrá er umspilsleikur þann 11. október.

Frumflutt

7. sept. 2022

Aðgengilegt til

7. sept. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.