Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 2. september 2022

Talsvert hefur verið um seinkanir í innanlandsflugi í vikunni eftir ein af fimm vélum sem sinna innanlands- og Grænlandsflugi bilaði. Icelandair hafnar því flugflotinn of tæpur.

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir það hræðilegar fréttir fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi hætt á bráðamóttöku Landspítalans í gær. Hún óttast stjórnvöld hafi misst af tækifærinu til þess bæta vinnuumhverfið.

Launakröfur upp á þrettán milljónir króna hafa verið sendar eigendum veitingastaðanna Flame og Bambus vegna ásakana um launaþjófnað. Lögmaður eigendanna segir málið byggt á rangfærslum.

Ábúandi á Lækjarkoti í Borgarfirði segir eigandi vanræktra hrossa úr Borgarnesi fái ekki hagabeit þar á næsta ári. Hrossin voru flutt þangað í fyrrakvöld eftir umfjöllun um aðbúnað þeirra.

Ráðherra í ríkisstjórn Bretlands og hátt settur aðstoðarmaður í breska forsætisráðuneytinu eru sakaðir um kynferðisofbeldi í frétt sem Sky News birti í dag. Tvær konur segja frásagnir sínar engin áhrif hafa haft á starfsframa mannanna.

Rússlandsstjórn fagnar heimsókn eftirlitssveitar í kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. Úkraínska ríkisorkufyrirtækið segir Rússana hafa afvegaleitt eftirlitsfólkið og miðlað röngum upplýsingum.

Formaður VR segir það sláandi hversu margar konur verði fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi. Mikilvægt taka á vandamálinu og breyta vinnustaðamenningu.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og kemst með sigri í efsta sæti riðilsins.

Frumflutt

2. sept. 2022

Aðgengilegt til

2. sept. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.