Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 1. september 2022

Yfir tvö þúsund og fimm hundruð hafa leitað hælis hér á landi það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri. Langflestir komu frá Úkraínu, meira en fimmtán hundruð. Félagsmálaráðherra vill fleiri sveitarfélög taki á móti flóttafólki.

Skjólstæðingar sérgreinalækna greiddu fullt verð fyrir þjónustuna í morgun. Reglugerð um niðurgreiðslu rann út fyrir mistök. Formaður Læknafélags Íslands segir óþolandi enn ósamið við sérgreinalækna.

Forstjóri Matvælastofnunar segir mikilvægt aðgerðir vegna dýravelferðarmála haldi fyrir dómi. Rannsókn geti reynst erfið þegar eigendur dýra reyni hindra hana. Tugum vanhirtra hrossa í hesthúsi við Borgarnes var komið undan í skjóli nætur.

Kínversk stjórnvöld fordæma nýja skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem þau eru sökuð um gróf brot á mannréttindum minnihlutahópa í Xinjiang.

Eftirlitssveit á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er komin í kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu til leggja mat á öryggi þess. Árásir voru gerðar í grennd við kjarnorkuverið í morgun.

Formaður Skotveiðifélags Íslands segir það mikil vonbrigði ef ekki megi veiða meira en sex rjúpur á mann í vetur, eins og Náttúrufræðistofnun leggur til. Hann bendir þó á ástand rjúpunnar misgott eftir landshlutum.

Hálf öld er í dag frá lokum skákeinvígis Bobbys Fischers og Boris Spasskys í Laugardalshöll. Þennan dag gaf Spassky tuttugustu og fyrstu skák einvígisins og Fischer var nokkrum dögum síðar krýndur heimsmeistari.

Frumflutt

1. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. sept. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.