Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 30. ágúst 2022

Forsætisráðherra segir varasamt draga of miklar ályktanir af því ársverðbólga hafi hjaðnað. Vísitala neysluverðs hækkar lítillega á milli mánaða.

Lögregla tók í gær í fyrsta sinn skýrslu af manni sem særðist alvarlega í skotárás á Blönduósi. Lögregla telur framburð hans mikilvægan þar sem hann geti varpað ljósi á atburðarásina.

Formaður BHM segir ákvörðun allra aðildafélaga sambandsins um veita honum viðræðuumboð styrki stöðuna í kjaraviðræðum. Stöðva þurfi yfirstandandi kaupmáttarbruna.

Rússnesk stjórnvöld í hinu hernumda Kherson-héraði í Úkraínu segja Úkraínuher skjóti flugskeytum á Kherson-borg í gríð og erg. Forseti Úkraínu vill lítið sem ekkert gefa upp um sókn hersins.

Menningarmálaráðherra veltir fyrir sér hvort rétt afnema úr lögum heimild til skipa embættismenn án auglýsingar. Hún segist taka gagnrýni á skipan þjóðminjavarðar alvarlega, en skipunin hafi verið lögleg og fagleg.

Úrvinnslusjóður ræður illa við sinna eftirlitshlutverki sínu og fjölga verður starfsfólki. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem birt var í gær.

Mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá verða ekki fluttar í sjó-kvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum í sumar. Einn umsjónamanna segir það mikil vonbrigði.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman til æfinga og ætlar sér í þrjú stig gegn Hvít-Rússum í næstsíðasta leik sínum í undankeppni HM. Liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudaginn.

Birt

30. ágúst 2022

Aðgengilegt til

30. ágúst 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.