Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 26. ágúst 2022

Rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi gengur vel en ekki er hægt upplýsa um röð atburða eða hvernig árásarmaðurinn lést fyrr en niðurstaða er komin úr vettvangsrannsóknum og réttarkrufningu. Þetta segir lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.

Forstöðumaður kjarasviðs fagfélaganna segir eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus skuldi þremur starfsmönnum sínum allt þrisvar sinnum meira en þeir hafi fengið greitt í laun.

Jarðgasi, verðmæti um einn komma fjórir milljarðar íslenskra króna, hefur verið brennt út í andrúmsloftið frá orkuveri í Rússlandi undanfarna daga. Sérfræðingar óttast umhverfisáhrifin og segja umfang gasbrennslunnar án fordæma.

Forsætisráðherra segir Seðlabankann standa frammi fyrir snúnu verkefni hemja verðbólguna. Miklu skipti hvernig tekst til með kjarasamninga í haust.

Dýrbítur hefur lagst á lömb í Kelduhverfi og hafa fjögur dauð lömb fundist þar í sumar. Bóndi í sveitinni segir tófur sjáist í byggð á hverjum degi.

Þrettán hundruð manns fóru um gosstöðvarnar í Meradölum í gær sem er meira en þrjú þúsund færri en fóru þar á meðan enn gaus. Fjörutíu og fimm sóttu um störf sex landvarða á svæðinu.

Tap af rekstri Strætó hefur aldrei verið jafn mikið og í ár. Framkvæmdastjóri Strætó segir þjónusta verði ekki skert frekar.

Fyrsta lag söngkonunnar Britney Spears eftir sex ára hlé kom út í dag. Hún syngur þar dúett með poppgoðinu Elton John.

Frumflutt

26. ágúst 2022

Aðgengilegt til

26. ágúst 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.