Bónus hyggst ekki frysta verð eins og Krónan gerði í gær. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið sé skilgreint markaðsráðandi. Formaður Neytendasamtakanna myndi helst vilja að fyrirtæki lækkuðu verð til samræmis við það sem var fyrr á árinu.
Rússar segja yfir 200 úkraínska hermenn hafa fallið í loftárás á lestarstöð í Austur-Úkraínu í gær. Úkraínumenn segja hins vegar 25 hafa fallið í árásinni, þeirra á meðal tvö börn. Forseti Íslands segir framgöngu Rússa í Úkraínu óþolandi.
Dönskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt að banna höfuðslæður í grunnskólum af jafnréttisástæðum. Nefnd sem rannsakaði félagslegt umhverfi kvenna af erlendum uppruna í landinu segir bannið nauðsynlegt til þess að tryggja að ungum stúlkum með höfuðslæður, eða Hijab, finnist þær ekki utangarðs meðal skólafélaga sinna.
Íþróttakona sem greindi frá kynferðislegri áreitni þjálfara síns segir að Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands skorist undan ábyrgð í málinu.
Allt að 25 þúsund manns gætu búið í Vatnsmýri ef flugvöllurinn færi. Borgarskipulagsfræðingur segir uppbyggingu þar einu stærstu loftslagsaðgerðina sem hægt sé að ráðast í hér á landi.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill meiri sveigjanleika í fjármögnun stofnunarinnar til þess að geta fylgt betur eftir vísbendingum um brot fyrirtækja í samrunaferli. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu þar sem eftirlitið er beðið um að skoða betur þessar vísbendingar.
Ísland tapaði með 30 stigum fyrir heimsmeisturum Spánar í undankeppni HM karla í körfubolta í gærkvöldi. Íslenski hópurinn fékk stuttan tíma til undirbúnings og það þarf að endurskoða segir sérfræðingur RÚV.