Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 24. ágúst 2022

Seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafi haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn en á sama tíma hafi neysla aukist verulega. Því óttist Peningatefnunefnd gamalkunna þenslu og hækkaði hún um 0,75 prósentustig í morgun.

Formaður BHM vill Seðlabankinn horfi í meira mæli til verðhækkana fyrirtækja heldur en einblína á vaxtahækkanir sem lendi á skuldurum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir berjast verði gegn undirliggjandi verðbólgu.

Í dag er hálft ár síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu. Íslendingur sem er í Kænugarði á þjóðhátíðardegi Úkraínumanna, segir almenning halda sig til hlés í dag af ótta við árásir.

Fjögurra daga vinnuvika og þrjátíu daga orlof eru meðal helstu krafna VR í komandi kjaraviðræðum. Aðkoma stjórnvalda er nauðsynleg ef bæta á kjör launafólks, mati félagsins.

Íslenskur ríkisborgari var handtekinn í Stokkhólmi á laugardag vegna gruns um gróft kynferðisofbeldi og frelsissviptingu.

Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir meðferð skotvopna og valdbeiting verði sífellt stærri þáttur í lögreglunámi og þjálfun lögreglumanna.

Karlalið Íslands í körfubolta mætir heimsmeisturum Spánar í undankeppni HM í kvöld. Við spilum okkar leik og sjáum hvað gerist segir landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson.

Birt

24. ágúst 2022

Aðgengilegt til

24. ágúst 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.