Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 22. ágúst 2022

Árásin á Blönduósi er fimmta á árinu þar sem skotvopn komu við sögu. Mikil eining og samhugur ríkir á Blönduósi. Sóknarprestur segir fólk slegið og vilji sýna hvert öðru styrk og stuðning.

Líta þarf til samfélagslegra þátta þegar tengsl ofbeldis og geðrænna vandamála eru skoðuð, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Lausnin ekki koma fleira fólki fyrir á stofnunum, heldur þurfi finna rót vandans.

Seðlabankinn á ekki annars úrkosti en hækka stýrivexti enn frekar, mati aðalhagfræðings Arion banka sem segir verðbólguna við það hámarki.

Ekki er ósennilegt gosrásin í Meradölum stíflast og gosið verða búið, sögn hópstjóra náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Fluglitakóði hefur verið færður úr appelsínugulum yfir í gulan.

Börn hafa játað hafa kveikt í viðbyggingu St. Jósefsspítala í gærkvöldi. Ekki varð tjón á nærliggjandi byggingum og telst málið upplýst, sögn lögreglu.

Rússneska leyniþjónustan heldur því fram leyniþjónusta Úkraínu bæri ábyrgð á dauða Dariu Dugin, dóttur samverkamanns Vladimir Putins. Þann seka segja þau flúinn til Eistlands.

Stórir grjóthnullungar féllu úr Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í gærmorgun. Ofanflóðasérfræðingur segir búast megi við grjóthruni víðar á næstunni.

Svíþjóðardemókratar mælast næststærsti flokkur Svíþjóðar í nýrri könnun. Svíar ganga kjörborðinu 11. september.

Birt

22. ágúst 2022

Aðgengilegt til

22. ágúst 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.