Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 10. ágúst 2022

Drífa Snædal sagði í dag af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands, sögn vegna óbærilegra samskipta við formenn tveggja stærstu aðildarfélaga sambandsins. Hún hefur áhyggjur af komandi kjaraviðræðum. Nýr forseti er hissa á afsögninni en tekur ekki undir alla gagnrýni Drífu. Formaður Eflingar gagnrýnir Drífu harðlega og segir afsögnina tímabæra. Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins er brugðið.

Gönguleiðir gosstöðvunum í Meradal voru opnaðar í morgun eftir þriggja daga lokun. Vika er í dag frá því gosið hófst. Hópstjóri náttúrúvárvöktunar segir búist við hraun renni úr Meradölum á næstunni.

Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um aldurstakmark gosstöðvunum byggist á lögum um almannavarnir sem banna umferð á ákveðnum svæðum á hættustundu. Lögreglustjórinn segir gönguna taka allt sex klukkustundir og hætta á gasmengun, sem börn séu viðkvæmari fyrir en fullorðnir.

Bandaríkin urðu í vikunni tuttugasta og þriðja ríkið til þess styðja inngöngu Finna og Svía NATO. Þau sjö ríki sem eftir standa gætu enn staðið í vegi fyrir aðild ríkjanna tveggja.

Kænugarðstorg, á mótum Túngötu og Garðastrætis í Reykjavík, fékk nafn við formlega athöfn í morgun. Torgið er rétt hjá rússneska sendiráðinu.

Rúmlega 50 ára sögu grunnskólans á Húnavöllum er lokið. Sveitarstjórn ákvað loka honum og börnin fara í skóla á Blönduósi í staðinn. Starfandi fræðslustjóri gagnrýnir sveitarstjórn fyrir það hvernig staðið var lokuninni og segir foreldrum hafi verið stillt upp við vegg.

Meistaramót Evrópu hefst á morgun. Ísland á þar fjölda keppenda í fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum og sundi. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur dregið sig úr fyrri keppnisgrein sinni.

Birt

10. ágúst 2022

Aðgengilegt til

10. ágúst 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.