Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 4. ágúst 2022

Eldgosið í Meradölum hefur verið nokkuð stöðugt. Rennsli er um fimmfalt það sem var í upphafi gossins í Geldingadölum í fyrra. Vísbendingar eru um gossprungan gæti teygt sig til norðurs.

Fjölmargir hafa lagt leið sína gosstöðvunum í Meradölum síðasta sólarhringinn. Misvel gengur hafa stjórn á mannfjöldanum og lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir ferðaþjónustan sýni tilmælum lítinn skilning.

Forstjóri Play segir það hafi farið gjósa eins og eftir pöntun. Bókanir í flug hjá Icelandair og Play tóku kipp í gær þegar eldgosið hófst.

Bjarni Benediktsson gefur áfram kost á sér í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í nóvember.

Kína mun verja fullveldi og hagsmuni kínversku þjóðarinnar segir utanríkisráðherra Kína, sem segir heimsókn Nancy Pelosi til Taívan brjálæðislega. Kína hefur hafið heræfingar við strendur eyríkisins.

Gróðureldar loga á fjórum stöðum í skóglendi í útjarðri Berlínar. Upptökin eru rakin til elds í skotfærageymslu lögreglu.

Þrátt fyrir úrhellisrigningu á norðanverðu landinu síðustu daga urðu engin skriðuföll eins og óttast var.

Sterkustu kylfingar landsins eru saman komnir í Vestmannaeyjum. Íslandsmótið í golfi hófst þar í morgun.

Birt

4. ágúst 2022

Aðgengilegt til

4. ágúst 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.