Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 28. júlí 2022

Næsti vetur mun ráða úrslitum um hvort íslensk stjórnvöld markmiðum sínum í loftslagsmálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Grænvangs. Hann segir bretta þurfi upp ermar og kallar eftir markvissari stefnumörkun.

Úkraínuher hefur tekist eyðileggja þrjár brýr á yfirráðasvæði Rússa í suðurhluta landsins og loka þannig fyrir birgðaflutninga innrásarliðsins. Héraðið Kherson [Her'son] er svo gott sem einangrað.

Það er alltaf hægt klæða af sér íslenska sumarið, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann líkir verslunarmannahelgarveðrinu fyrir norðan og á hálendinu við göngur hausti, því snjóað getur í fjöll. Sólríkara gæti orðið sunnan heiða.

Jökulsá á Sólheimasandi var komin ansi nærri gólfinu á bráðabirgðabrúnni þegar mest lét í vatnavöxtunum í gær. Brúin hélt en djúp rás var grafin í árfarveginn til bjarga henni.

Mestu máli skiptir engin slys hafi orðið á fólki þegar bryggjan við Reykhólahöfn hrundi í fyrrinótt, segir framkvæmdastjóri þörungaverksmiðju sem stendur við höfnina. Ekki hefur komið til tals tilkynna málið sérstaklega.

Bandarísk stjórnvöld hafa gert Rússum tilboð um framsal tveggja Bandaríkjamanna sem þeir hafa í haldi. Annar þeirra er körfuboltakonan Brittney Griner sem var handtekin í febrúar.

Brotthvarf úr framhaldsskóla hefur ekki mælst minna frá árinu 1995. Framhaldsskólanemendur af erlendum uppruna eru þó mun líklegri til þess hætta í námi en þeir sem hafa íslenskan bakgrunn.

Búast við því sjávardýr sem eru algengari á heitari svæðum fari sjást við strendur landsins. Hvalir og rostungar gætu farið sjást í auknum mæli og jafnvel ákveðin skjaldbökutegund.

Heyskapur gengur víðast hvar ágætlega, vel heyaðist í júní en erfitt hefur verið treysta á þurka í júlí. Sunnlenskir bændur hafa áhyggjur af kornuppskeru.

Frumflutt

28. júlí 2022

Aðgengilegt til

28. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.