Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 22. júlí 2022

Verðbólgan er komin í rétt tæp tíu prósent og hefur ekki verið meiri í nær þrettán ár. Forseti ASÍ óttast fara inní haustið með svo háar tölur og verði stjórnvöld beita sér til milda höggið á þá sem standi veikt.

Rússar og Úkraínumenn hafa komist samkomulagi um útflutning á korni frá úkraínskum höfnum. Það verður undirritað í Istanbúl eftir hádegi.

Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna mikils mönnunarvanda á gjörgæslu. Biðlað er til hjúkrunarfræðinga utan spítalans koma til vinnu.

Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í Hveragerði segir Hamarshöllin sem eyðilagðist í vetur hafi verið tifandi tímasprengja. Skýrsla sýnir húsið var veikbyggðara en talið var.

Lögregla varð skakka leikinn þegar uppúr sauð milli leikmanna Breiðabliks og svartfellska liðsins Buducnost Podgorica í gærkvöldi. Stuðningsmaður Breiðabliks segist aldrei hafa séð aðra eins hegðun á knattspyrnuvelli.

Strandveiðisjómaður á Raufarhöfn segir með núverandi fyrirkomulagi strandveiða verið taka aflaheimildir frá Norður- og Austurlandi og flytja þær á Vestfirði.

Menntamálaráðherra hyggst grípa til bráðaaðgerða vegna þungrar stöðu í iðnnámi. Mörg hundruð umsækjendum er vísað frá árlega.

Bæjarhátíðir verða haldnar víða um land um helgina og þar verða matur og tónlist í fyrirrúmi.

HM í frjálsum íþróttum hélt áfram í nótt. Shericka Jackson hljóp á næst besta tíma sögunnar í 200 metra hlaupi þegar hún sótti gull og setti meistaramótsmet.

Frumflutt

22. júlí 2022

Aðgengilegt til

22. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.