Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 18. júlí 2022

Sala Símans á Mílu til franska fjárfestingarsjóðsins Ardian virðist í uppnámi, tímabundið minnsta kosti, því Ardian telur skilyrði í viðræðum við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast kaupsamningnum. Forstjóri Símans segir reynt verði láta kaupsamninginn standa.

Breska veðurstofan ráðleggur fólki halda sig heima í dag og á morgun vegna mestu hitabylgju sem farið hefur yfir Bretlandseyjar til þessa. Tugum skóla hefur verið lokað vegna hitans og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum.

Landsbankinn spáir níu komma tveggja prósenta verðbólgu í júlí. Hratt vaxandi verðbólga bitnar mest á þeim sem minnst hafa og rýrir almennt kjör almennings segir forseti ASÍ. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.

Persónuvernd og íslensk sveitarfélög taka þátt í samevrópskri úttekt á notkun Google-lausna í skólastarfi. Sviðstjóri hjá Persónuvernd segir börn eigi geta lært á stafræn tæki án þess persónuupplýsingar þeirra lendi í röngum höndum.

Ofbeldi og hatur í garð hinsegin fólks er aukast á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Samtakana 78. Hann kallar eftir auknum fjárstuðningi til vinna gegn þessari þróun.

Skemmdarverk hafa ítrekað verið unnin á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta við Skerjagarða við Suðurgötu í Reykjavík undanfarna daga. Þjónustustjóri segir unnið uppsetningu myndavéla í von um góma þann seka.

Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins. Sigur í leiknum tryggir sæti í 16 liða úrslitum.

Frumflutt

18. júlí 2022

Aðgengilegt til

18. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.