Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 15. júlí 2022

minnsta kosti 349 börn hafa fallið í hernaðarátökum í Úkraínu frá því rússneski herinn réðst á landið. Á sjöunda hundrað hafa særst. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir Úkraínumenn séu beittir harðræði í landshlutum sem Rússar hafa lagt undir sig.

Það hefði hæglega geta farið verr þegar tugir ferðamanna lentu í vandræðum í slæmu veðri á hálendinu í síðustu viku. Leiðsögumaður segir sorglegt fyrirtæki sem skipuleggi ferðir á hálendið hafi enga innsýn í íslenska veðráttu.

Útlit er fyrir fleiri heimilislæknar fari á eftirlaun en útskrifist næstu ár. Framkvæmdastjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fagnar áformum um hækka eftirlaunaaldur heilbrigðisstarfsfólks.

Miklar útflutningstekjur um þessar mundir styðja við gengi krónunnar, segir aðalhagfræðingur Arion banka. Sögulega lágt gengi evru hefur bæði neikvæð og jákvæð áhrif hér og Íslendingar í sumarleyfum í Evrópu meira fyrir peninginn.

Gleðiganga verður farin á Egilsstöðum í dag og regnbogagata máluð í bænum. Formaður Hinsegin Austurlands segir löngu tímabært fagna fjölbreytileikanum á Austurlandi.

Frumflutt

15. júlí 2022

Aðgengilegt til

15. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.