Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 14. júlí 2022

Forstjóri Síldarvinnslunnar segir sér þyki sérstakt þegar sagt er kaup fyrirtækisins á Vísi í Grindavík leiði til samþjöppunar aflaheimilda. Með kaupunum flytjist eignarhald á öflugri útgerð frá sex manna fjölskyldu yfir til fimmþúsund manna hlutafélags á markaði.

Minna menntað fólk er líklegra til hjartáfall en fólk sem á lengri skólagöngu baki samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.

Landsmenn þénuðu meðaltali 640 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Tekjur jukust um átta prósent frá fyrra ári. Heildareignir jukust um ellefu prósent milli ára og námu 8,8 þúsundum milljarða.

Stjórnarkreppa er yfirvofandi á Ítalíu ef efri deild þingsins fellir yfirlýsingu um traust á ríkisstjórn landsins. Þingmenn eins stjórnarflokkanna ætla ganga úr þingsal þegar atkvæði verða greidd um yfirlýsinguna.

Covid-smitum hefur fjölgað hratt síðustu vikurnar. Sóttvarnalæknir segir mögulega verði bólusett árlega gegn covid, haldi faraldurinn svona áfram.

Kostnaður við verkfall flugmanna SAS nemur allt sextán milljörðum króna. Þetta sagði framkvæmdastjóri flugfélagsins á tíunda degi verkfalls.

Skemmtiferðaskip lagðist við bryggju í Sauðárkrókshöfn í hádeginu, það er í fyrsta skipti sem skip af slíku tagi kemur þar við. Með þessu er stuðlað dreifðri komu skemmtiferðaskipa um landið.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ítalíu í mikilvægum leik á EM í Englandi klukkan fjögur í dag

Birt

14. júlí 2022

Aðgengilegt til

14. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.