Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 08. júlí 2022

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans var skotinn til bana á framboðsfundi í dag. Rúmlega fertugur maður var handtekinn á staðnum, grunaður um verknaðinn. Hann er fyrrverandi hermaður í japanska sjóhernum, sögn japanskra fjölmiðla.

Lögreglan á Austurlandi lagði í síðasta mánuði hald á 30 kíló af amfemtamíni í Norrænu á Seyðisfirði.

minnsta kosti sum þeirra íslensku fyrirtækja sem Yale-háskólinn fullyrðir séu enn með starfsemi í Rússlandi hafa hætt viðskiptum við landið eftir innrásina í Úkraínu. Sex íslensk fyrirtæki eru á lista Yale.

Skagfirðingar hafa sjaldan upplifað jafn mikla vatnavexti og voru í ánum síðdegis í gær og í nótt. Framundan eru umfangsmiklar viðgerðir á varnargörðum.

Tveir hafa lýst yfir framboði til formanns breska íhaldsflokksins eftir Boris Johnson hættir.

Kalla hefur þurft fólk inn úr sumarfríum til vinnu á sjúkrahúsinu á Akureyri vegna álags.

Sundsamband Íslands stendur við atkvæði sitt gegn því transkonur megi keppa í kvennaflokki á HM. Varaformaður samtakanna Trans Ísland segir ákvörðunina byggja á fordómum, en formaður sundsambandsins segir mikla rannsóknarvinnu baki.

Birt

8. júlí 2022

Aðgengilegt til

8. júlí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.