Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð staðfesta sáttmála Atlantshafsbandalagsins á þriðjudag. Pólitísk ákvörðun um að bjóða þeim aðild var tekin á leiðtogafundinum í Madrid sem lauk í morgun, en þjóðþing og ríkisstjórnir nokkurra aðildarríkja eiga eftir að afgreiða umsóknirnar formlega.
Árásarstríð Rússa er djúpt og mikið brot á alþjóðalögum. Þetta segir varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþings sem vill setja á fót dómstól þar sem hægt er að ákæra fyrir glæp gegn friði.
Brotnar framrúður kosta bílaleiguna Hertz hundruð milljóna á ári hverju. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna slitlagsviðgerðir vegagerðarinnar sem hafi farið versnandi undanfarin fimm ár. Vegagerðin segir erfitt að leysa vandamálið að fullu.
Samtök sem berjast fyrir málefnum hinsegin fólks í Póllandi fagna niðurstöðu hæstaréttar stjórnsýslulaga. Hann ógilti reglur fjögurra sveitarfélaga sem komu upp svokölluðum svæðum án hinsegin fólks.
Bongbong Marcos, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, var settur í embætti forseta í morgun. Í innsetningarræðu sagði hann föður sinn hafa afrekað margt þegar hann var við völd.