Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 23. júní 2022

Karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásar í Hafnarfirði í gær mun sæta vistun á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Maðurinn var ekki yfirheyrður.

Leiðtogaráð ESB ákveður í dag hvort Úkraína og Moldóva fái stöðu umsóknarríkis hjá sambandinu. Búist er við tillagan verði samþykkt.

Hæstaréttardómari var ekki vanhæfur til dæma í hrunmáli þótt hann hefði tapað í fjárstýringu hjá Glitni. Þetta segir Hæstiréttur sem hafnaði endurupptöku málsins.

Kaupmáttur og heildartekjur allra tekjuhópa hafa aukist undanfarin ár. Einstaklingar greiða minni tekjuskatt en áður, fyrir utan þá tekjuhæstu.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað ört síðustu daga og ætti það skila sér í lægra verði við dæluna hér heima á næstu dögum.

Loftslagsráð telur markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ómarkviss og kallar eftir þau séu skýrð og útfærð nánar.

Það gæti orðið kalt liggja í tjaldi á Norðurlandi næstu nætur en þar spáir þriggja til fimm stiga hita yfir nóttina. Það gránaði í fjöll fyrir norðan í nótt.

Anton Sveinn Mckee keppir í úrslitum í 200 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Búdapest dag eftir hafa sett tvö Íslandsmet í gær.

Birt

23. júní 2022

Aðgengilegt til

23. júní 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.