Minnst einn lét lífið og á annan tug slösuðust þegar bíl var ekið inn í mannþröng í Vestur-Berlín í morgun. Íslendingur í Berlín segir mikinn viðbúnað í borginni.
Namibískir rannsakendur Samherjamálsins eru staddir hér á landi. Þeir eru hluti af sendinefnd utanríkisráðherra landsins sem er hér í heimsókn. Málið hefur verið rætt bæði við ráðamenn og við íslenska rannsakendur.
Varnarmálaráðherra Breta segir Rússa hafa framið stríðsglæpi í Úkraínu og afar mikilvægt öryggi í Evrópu að þeir tapi stríðinu í Úkraínu.
Tyrkir og Rússar sammæltust í morgun um að tryggja öryggi skipa sem flytja korn frá Úkraínu. Evrópusambandið segir fullyrðingar Rússa um að refsiaðgerðir komi veg fyrir útflutning rangar.
Huga þarf strax að sanngjörnu auðlindagjaldi í orkugeiranum í ljósi fjölbreyttara eignarhalds segir orkumálastjóri. Tryggja þarf að beinn og óbeinn arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar.
Dýralæknir segir augljóst að veiðiþjófar sem skáru og fláðu lamb á Héraði um helgina og skildu eftir úti á túni hafi kunnað til verka. Tvö skotsár fundust á lambinu.
Sex af hverjum tíu telja að #metoo-umræðan hafi haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn. Fjórðungur kvenna og fimmtungur karla segir að ekki hafi verið tekið vel á þessum málum.
Formaður KSÍ segist frekar vilja nota íþróttirnar til að leiða fólk saman en að sniðganga þjóðir. Hún skilji þó óánægju með að Ísland mæti Sádi-Arabíu í nóvember.