Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 07. júní 2022

Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa lagt fram breytingartillögur í sex liðum við frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem virðist vera stóra stíflan í umræðu um afgreiðslu mála frá Alþingi. Ljóst er þingfrestun verður ekki í lok vikunnar eins og til stóð. Þingflokksformenn funduðu alla helgina.

Oddvitar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur segja mikið um endurtekið efni og lítið um breytingar í samstarfssáttmála meirihlutans. Þeir segjast þó mæta fullir tilhlökkunar á fyrsta borgarstjórnarfundinn í dag.

Artis Pabriks, varnarmálaráðherra Lettlands segir Evrópuríki verði skilyrðislaust styðja Úkraínu til sigurs - nauðsynlegt Rússar upplifi tap eftir innrás þeirra í Úkraínu. Pabriks er staddur hér á landi ásamt varnarmálaráðherrum tíu annarra ríkja, þar á meðal Þýskalands og Bretlands.

Eitt atkvæði vantaði upp á sænska þingið samþykkti vantrauststillögu á dómsmálaráðherra landsins skömmu fyrir hádegi. 174 studdu tillöguna en 175 sögðu nei, sátu hjá eða voru fjarverandi.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu eftir fjórir af hverjum tíu þingmönnum Íhaldsflokksins lýstu vantrausti á hann í gærkvöldi.

Bændur á Refsmýri ráku upp stór augu í gær þegar þau sáu búið var rista á hol tveggja vikna gamalt lamb á túni við bæinn. Bóndinn segist sannfærður um þarna hafi menn verið verki og hefur kært málið til lögreglu.

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segir leikmenn Íslands svekkta hafa ekki náð leggja Albaníu velli í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Jón Dagur skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli.

Frumflutt

7. júní 2022

Aðgengilegt til

7. júní 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.