Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 31. maí 2022

Rússar hafa náð völdum í helmingi borgarinnar Severodonetsk í austurhluta Úkraínu, sem barist hefur verið um síðustu daga. Evrópusambandið hefur náð samkomulagi í aðalatriðum um hætta kaupa olíu af Rússum.

Flóttafólk frá Úkraínu sem komið er með atvinnu kemst ekki úr skammtímahúsnæði fyrir flóttafólk vegna leiguverðs og húsnæðisskorts. Hátt í þriðjungur þeirra sem eru á vinnualdri er kominn með vinnu hér á landi.

Óljóst er hver afdrif margra stórra mála verður á Alþingi þegar sex þingfundadagar eru fram þingfrestun. Frumvarp um útlendinga og rammaáætlun eru enn í þingnefndum.

Dönsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu koma lykkjunni fyrir í 4500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970 til þess hægja á fólksfjölgun í landinu. Þetta var gert án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra.

Lögreglan á Norðurlandi hefur borist tvær kærur vegna líkamsárása um borð í strætisvagni á Akureyri fyrr í mánuðinum.

Umboðsmaður Alþingis segir vinnubrögð Persónuverndar vegna kvörtunar Örnu McLure lögfræðings Samherja um haldlagningu gagna í Samherjamálinu ekki í samræmi við lög.

Undirbúningur fyrir Listahátíð í Reykjavík stendur sem hæst. Hátíðin hefst á morgun. Sex málmsteyptum styttum var komið fyrir við Hallgrímskirkju í morgun.

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sleit í gær krossband á vinstra hné í leik í úrslitakeppninni á Spáni með liði sínu Valencia.

Frumflutt

31. maí 2022

Aðgengilegt til

31. maí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.