Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 30. maí 2022

Tveir snarpir jarðskjálftar urðu skammt undan Norðurlandi í nótt og í morgun - stærsti fjórir komma einn stærð. Skólastjórinn á Dalvík segir högg hafi komið á skólabygginguna við skjálftann og nemendum hafi ekki litist á blikuna.

Verðbólga mælist 7,6 prósent og hefur hún ekki verið meiri í tólf ár. Sem fyrr á hækkun húsnæðisverðs þar mestan þátt.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins reynir í dag samkomulagi um hætta flytja inn olíu frá Rússlandi. Ungverjar segja það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þeirra hætta kaupa olíu af Rússum.

Dómsmálaráðuneytið hefur boðað enn frekari breytingar á nýju kosningalögunum sem tóku gildi um áramótin. Alvarlegir ágallar komu í ljós í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum sem brýnt þykir bregðast við

Nýir meirihlutar hafa verið myndaðir í Grindavík og Fjallabyggð. Í Grindavík verður Miðflokkurinn í minnihluta þrátt fyrir kosningasigur.

Leitarmenn hafa fundið 21 lík eftir lítil farþegaflugvél brotlenti í Nepal í gær. 22 voru um borð

Sigurvegarar Eurovision söngvakeppninnar hafa selt verðlaunagripinn sem þeir fengu. Ágóðann á nota til verjast innrás Rússa.

Fram tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Dregið er í næstu umferðir bikarkeppni karla og kvenna í fótboltanum í hádeginu.

Frumflutt

30. maí 2022

Aðgengilegt til

30. maí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.