Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 25. maí 2022

Ósætti innan ríkisstjórnarinnar með brottvísun flóttamanna hefur ekki áhrif á stjórnarsamstarfið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Félagsmálaráðherra sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur í málinu.

Átján ára piltur vopnaður skammbyssu og riffli myrti minnst nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í Bandaríkjunum í gær.

Stjórnmálaleiðtogar og hátt settir embættismenn í breska stjórnkerfinu verða axla ábyrgð á veisluhöldum í Downingstræti tíu á sama tíma og strangar reglur giltu um slíkt í Bretlandi, segir í nýbirtri skýrslu um samkomuhaldið í forsætisráðuneytinu.

Valdimar Víðisson og Rósa Guðbjartsdóttir, oddvitar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, ætla skipta með sér bæjarstjórastólnum á næsta kjörtímabili. Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum á Akureyri.

Góðar líkur eru á ráðist verði í tilraunabólusetningu við blóðþorra í eldislaxi á Austfjörðum. Það yrði í fyrsta sinn sem eldislax hér á landi yrði bólusettur við veirusjúkdómi.

Dæmi eru um ferðaskrifstofur hafi rukkað aukalega ofan á verð á pakkaferðum vegna hækkandi eldsneytisverðs í heiminum. Neytendasamtökin eru með tvö slík mál á sínu borði.

Valur náði í gærkvöld sex stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á Breiðabliki.

Frumflutt

25. maí 2022

Aðgengilegt til

25. maí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.