Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 20. maí 2022

Skrifað hefur verið undir meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum. Góður gangur er í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði en myndaður verður nýr meirihluti á Akranesi eftir slitnaði upp úr viðræðum .

Þrjú eru særð eftir stunguárás í norskum smábæ í morgun. Meðal fórnarlamba er eiginkona mannsins sem grunaður er um árásina.

Lögregla segir kynferðisbrotamenn nota Snapchat í síauknum mæli í þeim tilgangi reyna tæla til sín ung börn. Rúmlega fimmtugur karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi í gær reyndi nálgast mörg þúsund einstaklinga í gegnum forritið.

Gerhard Schröder, fyrrum Þýskalandskanslari, hefur sagt sig úr stjórn rússneska ríkisolíufélagsins Rosneft. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur hart verið sótt Schröder vegna tengsla hans við ráðamenn í Rússlandi.

Sóttvarnalæknir segir fylgjast þurfi með þróun apabólu sem nýverið hefur gert vart við sig í Evrópu. Enn sem komið er þurfi ekki hafa áhyggjur hér heima.

Húsnæðisverð á Akureyri hefur hækkað um allt fimmtíu prósent síðustu ár sögn fasteignasala. Eignir vantar á skrá og yfirboð eru algeng.

Heilbrigðiseftirlitið telur nauðsynlegt hreinsa mengaðan jarðveg sem hefur verið sturtað í fjöruna á Fáskrúðsfirði. Ekki var brugðist við ábendingu um mengunina því í henni kom ekki fram hvar í firðinum hún væri.

Valsmenn eru komnir með yfirhöndina gegn ÍBV í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta sem hófst í gærkvöld.

Frumflutt

20. maí 2022

Aðgengilegt til

20. maí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.