Formaður Læknafélags Íslands segir grafalvarlegt að heilbrigðisfólk flosni upp úr starfi sökum álags og kallar eftir róttækum aðgerðum.
Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri er bjartsýnn á að lokið verði við myndun nýs meirihluta í bænum fljótlega eftir helgi. Óbreytt staða er í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík.
COVID-sjúklingum fjölgar á Landspítalanum. Yfirlæknir telur ótímabært að spá nýrri bylgju smita, en segir skeytingarleysi almennings geta valdið bakslagi.
Aukið samráð stjórnvalda við fagaðila er nauðsynlegt til að ná sátt um umdeilt frumvarp til útlendingalaga, segir í yfirlýsingu fimmtán samtaka og stofnana.
Á tveimur sólarhringum hafa 1730 úkraínskir hermenn yfirgefið Azovstal-stálverið í Mariupol. Talið er þar séu enn nokkur hundruð sem ekki hafa gefist upp.
Árlega má rekja andlát níu milljóna manna til mengunar, samkvæmt nýrri skýrslu. Loftmengun verður flestum að aldurtila.
Rússar ætla að hefja á ný framleiðslu á Moskvít-bílum, til að bregðast við því að fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðenda hefur horfið frá landinu eftir innrásina í Úkraínu.
Valur vann í gærkvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta karla í 39 ár eftir sigur á Tindastóli í fimmta leik úrslitaeinvígisins.