Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 12. maí 2022

Forseti og forsætisráðherra Finnlands mæla með inngöngu landsins í Atlantshafsbandalagið. Framkvæmdastjóri NATO segir umsóknarferli Finna og Svía eigi ekki taka langan tíma. Stjórnvöld í Moskvu líta á inngöngu ríkjanna í NATO sem ógn við Rússland.

Útlit er fyrir efnahagur Úkraínu dragist saman um þrjátíu prósent á þessu ári vegna innrásar Rússa.

Þórólfur Guðnason lætur af starfi sóttvarnalæknis í haust. Hann segist ganga stoltur frá borði - ætlar sinna tónlistinni og eyða meiri tíma með bassanum sínum .

Forseti ASÍ segir snjallforrit, sem flugfreyjum Icelandair er gert nota til meta frammistöðu vinnufélaga sinna, brjóti blað á íslenskum vinnumarkaði. Lögmenn Flugfreyjufélagsins kanna grundvöll fyrir notkun forritsins.

Stéttarfélög sjómanna segja öryggi sjómanna stefnt í hættu ef þyrlur Landhelgisgæslunnar geta ekki sinnt útköllum vegna manneklu, líkt og gerðist á dögunum.

Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir alveg skýrt kostuð umfjöllun um kosningar standist ekki fjölmiðlalög. Sjónvarpsstöðin N4 hefur hætt við kostaða umfjöllun um sveitarstjórnarkosningarnar eftir eitt framboðið neitaði greiða fyrir þátttöku.

Fuglalíf getur skapað hættu við Egilsstaðaflugvöll en gæs sækir mjög í ræktuð tún allt í kringum völlinn. Flugmenn Icelandair þurftu nýverið hætta við flugtak á síðustu stundu eftir gæs lenti í hreyflinum.

Breiðablik er eitt liða með fullt hús stiga í Bestu deild karla í fótbolta.

Frumflutt

12. maí 2022

Aðgengilegt til

12. maí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.