Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 9. maí 2022

Vladimir Pútín Rússlandsforseti fullyrti enn og aftur í ræðu á Rauða Torginu í Moskvu í morgun innrásin í Úkraínu hefði verið nauðsynleg til tryggja öryggi Rússlands. Búist var við stórum yfirlýsingum frá Pútín í tilefni dagsins.

Rússar minnast þess í dag 77 ár eru liðin frá sigri yfir nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Það hefur víða orðið tilefni mótmæla, meðal annars fyrir utan sendiráð Rússa í Reykjavík.

Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er dreifist hratt á milli manna. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til grípa til samkomutakmarkana líkt og staðan er nú.

Starfsfólk Ölgerðarinnar fær hlutabréf í fyrirtækinu gjöf, en fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í næsta mánuði.

Auglýsingaskilti og framboðsborðar hafa verið fjarlægð af bæjaryfirvöldum í Kópavogi víðs vegar um bæinn síðustu daga.

Þrátt fyrir enn vanti tugi milljóna til fjármagna nýja kirkju í Grímsey eru heimamenn byrjaðir byggja.

Útgöngubanni hefur verið lýst yfir á Sri Lanka eftir stuðningsmönnum og andstæðingum stjórnvalda laust saman í höfuðborginni Colombo. Flytja þurfti tugi mótmælenda á sjúkrahús.

Valur tryggði sig í gærkvöld áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.

Frumflutt

9. maí 2022

Aðgengilegt til

9. maí 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.