Til greina kemur að bjóða öllum Íslendingum fjórðu bólusetninguna gegn covid í haust. Þegar stendur ákveðnum hópum fjórða sprautan til boða. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa áhyggjur af nýjum Ómíkrón afbrigðum sem hafa verið að greinast.
Farsímar forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Spánar hafa verið hleraðir með Pegasus njósnabúnaðinum. Stjórnvöld segjast þess fullviss að erlendir glæpamenn hafi verið að verki.
Strandveiðar hófust í morgun. Sumir voru fljótir að fiska en veður hamlaði veiðum á mörgum stöðum. Í fyrra sóttu 395 um leyfi en 444 hafa þegar sótt um í ár.
Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll er að nálgast það sem hann var fyrir heimsfaraldur. Upplýsingafulltrúi Isavia er bjartsýnn á sumarið.
Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hvetja bændur og íbúa í dreifbýli til að huga að eldvörnum. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir vaxandi hættu á gróðureldum