Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 28. apríl 2022

Verðbólga jókst meira í liðnum mánuði en Seðlabankinn gerði ráð fyrir, og mælist 7,2 prósent, sem er það mesta í 12 ár. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir Seðlabankann verða stíga á bremsuna og gerir ráð fyrir mikilli stýrivaxtahækkun í næstu viku.

Hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar verða ekki teknar aftur samkvæmt ákvörðun félagsfundar í gærkvöld. Formaðurinn er ánægður með stuðninginn og segir barnalegt halda því fram Efling geti ekki gagnrýnt aðrar hópuppsagnir á vinnumarkaði.

Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, segir gömul sms-samskipti hans, sem gengið hafa manna á milli, ekki vera lýsingu á vændiskaupum.

Viðskiptaráðherra segir forsætis- og fjármálaráðherra hafi deilt með sér áhyggjum og efasemdum - um þá leið sem Bankasýslan lagði til við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmenn gagnrýna ráðherra fyrir hafa ekki varað almenning við heldur setja sérhagsmuni og líf ríkisstjórnarinnar í forgang.

Matvælaráðherra segir öllum ljóst reyni á alla flokka í ríkisstjórn í þeim mótbyr sem ríkisstjórnin hafi mætt síðustu vikur. Hún telur stjórnin standi storminn af sér.

Sameinuðu þjóðirnar skora á Rússa aðstoða Alþjóða sakamáladómstólinn við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu. Rússar segja það ógn við öryggi í Evrópu vestræn ríki sendi úkraínska hernum vopn.

Stjórnvöldum líst vel á þá hugmynd Eiðastaður verði nýttur í þágu flóttafólks frá Úkraínu

Frumflutt

28. apríl 2022

Aðgengilegt til

28. apríl 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.