Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. apríl 2022

Erlendis hefði aldrei tíðkast starfsfólk banka tæki þátt í útboði eins og gerðist við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sagði forstjóri Bankasýslu ríkisins á fundi með fjárlaganefnd Alþingis í morgun. Forysta Bankasýslunnar hafði ekki vitneskju um varnaðarorð viðskiptaráðherra fyrir útboðið.

Forsætisráðherra Búlgaríu sakar Rússa um fjárkúgun og alvarlegt brot á samningum eftir þeir hættu dæla gasi til landsins. Hann segir Búlgarar hafi verið viðbúnir því skrúfað yrði fyrir rússneska gasið.

Vinnumálastofnun hefur gefið út 25 leyfi til fólks frá Úkraínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi. Forstjórinn segir góðar horfur á vinnumarkaði í sumar.

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi mjanmörsku þjóðarinnar, var í dag dæmd í fimm ára fangelsi af dómstól herforingjastjórnarinnar í landinu.

Regluleg mánaðarlaun námu rúmum 635 þúsund krónum í fyrra. Af hundruðum starfa sem Hagstofan skilgreinir eru konur aðeins með hærri laun en karlar í 18 starfaflokkum.

Endurtaka þarf hávaðamælingar við íbúðarhús á Fáskrúðsfirði þar sem íbúar hafa kvartað undan látum frá starfsemi frystihúss. Hávaði mældist yfir mörkum næturlagi en ekki var ljóst hvort hann kom frá frystihúsinu eða læk í nágrenninu.

Í fréttatímanum heyrum við afstöðu allra framboða í Reykjavík til áforma um Borgarlínu.

Valsarar eru komnir í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfubolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Það skýrist í kvöld hvort þeir mæta þar Njarðvík eða Tindastóli.

Birt

27. apríl 2022

Aðgengilegt til

27. apríl 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.