Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 22. apríl 2022

Fimmtíu og fimm manns taka þátt í aðgerðum til upp flaki flugvélar sem fórst í Þingvallavatni í febrúar. Aðstæður eru góðar og aðgerðastjóri reiknar með vélin verði komin á land fyrir kvöldmat.

Strokufangi sem leitað var var handtekinn í nótt ásamt fimm öðrum. Lögreglan rannsakar hvort honum hafi verið veitt aðstoð við flóttann.

Yfir þrjátíu Palestínumenn særðust í bardaga við ísraelska lögreglumenn við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af síversnandi samskiptum Ísraela og Palestínumanna.

Tæplega sjötíu manns með tengsl við Úkraínu hafa óskað eftir vernd á Íslandi síðustu sjö daga. Gert er ráð fyrir um tvö hundruð til viðbótar leiti hingað næstu vikur.

Enn er óvíst hversu útbreidd fuglaflensan er, sem greindist hér á landi fyrir nokkru. Matvælastofnun hefur fengið fjölmargar ábendingar um dauða eða veika fugla.

Mikil örtröð er á dekkjaverkstæðum þessa dagana. Við lítum inn hjá einu slíku í fréttatímanum.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Serbíu í undankeppni EM á morgun, og getur með sigri tryggt sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í tíu ár.

Frumflutt

22. apríl 2022

Aðgengilegt til

22. apríl 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.