Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 13. apríl 2022

Formaður Eflingar óttast ekki erfitt verði manna skrifstofu stéttarfélagsins eftir hópuppsagnir í gær. Starfsmennirnir fengu uppsagnarbréf í tölvupósti í nótt.

Bandaríkjamenn segjast hafa sannanir fyrir Rússar hafi framið mannréttindabrot í innrásinni í Úkraínu.

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar sitja á fundi í Stokkhólmi þar sem varnar- og öryggismál og innrás Rússa í Úkraínu verða rædd. Stjórnvöld beggja ríkja íhuga sækja um aðild Atlantshafsbandalaginu.

Aðgerðarstjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu segir búast megi við holskeflu í komu flóttafólks hingað til lands eftir páska.

Framsóknarflokkur og Píratar í Reykjavík auka verulega við fylgi sitt samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Meirihlutinn í borginni héldi velli með naumasta mun.

Hátt í sextíu hafa fundist látnir og margra er saknað af völdum mannskaðaveðurs í Suður-Afríku. Héraðið KwaZulu-Natal hefur verið lýst hamfarasvæði vegna flóða og skriðufalla.

Ísland og Austurríki mætast í dag í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári.

Frumflutt

13. apríl 2022

Aðgengilegt til

13. apríl 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.