Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 4. apríl 2022

Rússnesk stjórnvöld harðneita því rússneskir hermenn hafi myrt almenna borgara í bænum Bucha í Úkraínu. Þau segjast vera fórnarlömb svívirðilegrar rógsherferðar og fara fram á fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar margra ríkja fordæma drápin.

Talsvert hefur verið um almenningur aðstoði flóttafólk frá Úkraínu. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum fagnar velvild fólks. Hann segir þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða.

Lesblinda hefur mikil eða mjög mikil áhrif á námsframmistöðu tíunda hvers nemanda á grunnskólastigi. Erfiðleikarnir valda einnig kvíðatengdum einkennum, samkvæmt nýrri könnun.

Meirihluti landsmanna styður stjórnarflokkana, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Söngkonan Dísella Lárusdóttir fékk í nótt Grammy-verðlaun fyrir óperuna Akhnaten. Flest verðlaun á hátíðinni hlaut Jon Batiste. Hann fékk verðlaun í fjórum flokkum auk bestu plötu.

Nýr formaður Félags trérennismiða á Íslandi vill sjá Íslendinga nota mun meira af trémunum í heimilishaldi. Hann vill fjölga þeim sem standa við rennibekkinn, sérstaklega vanti konur og ungt fólk.

Emilía Hugrún Lárusdóttir úr Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem bar sigur úr býtum í söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi, stefnir því leggja sönginn fyrir sig.

Frumflutt

4. apríl 2022

Aðgengilegt til

4. apríl 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.