Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 31. mars 2022

Fjörutíu og fimm rútur eru væntanlegar til borgarinnar Mariupol í Úkraínu til sækja fólk og koma þangað vistum. Forseti Úkraínu og framkvæmdastjóri NATO taka lítið mark á orðum Rússa um dregið verði úr árásum.

520 flóttamenn eru komnir hingað frá Úkraínu. Sveitarfélög eru almennt jákvæð gagnvart því taka við úkraínskum flóttamönnum.

Mál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar er komið til embættis héraðssaksóknara. Rannsókn lögreglu á málinu lauk fyrir rúmum mánuði.

Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært lýsa yfir endalokum kórónuveirufaraldursins þótt staðan góð. Von er á bóluefni við omikron-afbrigðinu á næstu vikum.

Kona sem fékk bætur fyrir ellefu árum vegna gáleysis heilbrigðisstarfsfólks við fæðingu barns hennar segir þolendur mistaka eigi enga rödd í kerfinu.

Vegagerðin vinnur heildarendurskoðun á almenningssamgöngum um landið. Faraldurinn hafði slæm áhrif á reksturinn, farþegum fækkaði verulega og tekjur drógust saman.

Tveir af hverjum þremur Íslendingum eru svartsýnir þegar kemur friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Meirihluti finnur fyrir óöryggi eða ótta vegna átakanna.

Lundinn er mættur í Grímsey.

Frumflutt

31. mars 2022

Aðgengilegt til

31. mars 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.