Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 23. mars 2022

Rússar og Úkraínumenn hafa samið um vopnahlé á níu öruggum flóttaleiðum en engin þeirra er frá miðborg Mariupol þar sem neyðin er hvað mest.

Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað um fjögur til fimm prósent eftir sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í bankanum í gær. Hlutabréf voru seld með afslætti, þrátt fyrir mikla eftirspurn. Kaupendur hafa hagnast um næstum fimm milljarða á einum degi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla biðjast afsökunar á ummælum sínum um illmenni í Kreml, sem hann lét falla á flokksþingi framsóknarmanna, nema Rússar hætti árásum í Úkraínu.

ÁTVR ætlar ekki una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi í málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, verða því kærðir til Landsréttar.

Ábúendur á Bessastöðum í Húnaþingi vestra vilja losna við búrhval sem rak á fjörur við bæinn fyrir nokkrum dögum. Ýldudaun leggur af hræinu. Varðskipið Freyja er á leið á staðinn kanna aðstæður.

Birt

23. mars 2022

Aðgengilegt til

23. mars 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.