Friðarviðræður þokast í rétta átt segja rússnesk stjórnvöld, en ekki nógu hratt, að þeirra mati. Forseti Úkraínu segist tilbúinn að hætta við umsókn um aðild að NATO gegn vopnahléi.
Landsmenn hafa boðið flóttafólki frá Úkraínu rúmlega þrjú hundruð íbúðir í nær öllum sveitarfélögum. Reiknað er með að fólk flyti inn þegar í þessari viku.
Erfitt er að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu. Líklegt er að ráða þurfi sjö til níu þúsund erlenda starfsmenn á næstu tveimur árum.
Heilbrigðisráðherra óttast alls ekki að frumvarp hans um afglæpavæðingu neysluskammta sofni í þinginu. Hann væntir breiðrar samstöðu innan og utan ríkisstjórnar um endurskoðað frumvarp sem hann ætlar að leggja fram í haust.
Hitastig mælist hátt í fjörutíu gráðum yfir meðaltali á suðurskautslandinu. Veðurfræðingur segir mikla veðuröfga hafa geisað þar í vetur.
Formaður danska sundsambandsins lýsir því yfir í dönskum fjölmiðlum í dag að fari svo að rússnesku sundfólki verði leyfður keppnisréttur á HM í sundi í sumar, kynnu Danir að sniðganga mótið.