Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 16. mars 2022

Forseti Úkraínu segir útséð um landið gangi í Atlantshafsbandalagið í fyrirsjáanlegri framtíð. Rússar vilja Úkraína verði hlutlaust ríki, líkt og Svíþjóð og Austurríki.

Efnahagsbatinn eftir faraldurinn verður hægari en vænst var vegna innrásarinnar í Úkraínu. Seðlabankastjóri segir ferðaþjónustuna vart mega við öðru áfalli.

Hríðarbylur gengur yfir landið seint í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært innanbæjar víða á suðvesturhorninu þegar við stígum framúr í fyrramálið.

Formaður VR segir fréttir af launahækkunum forstjóra leggist illa í verkalýðsfélögin en bæti samningsstöðu þeirra í kjaraviðræðum sem framundan eru.

Stefnt er því fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt. Fréttirnar koma flatt upp á formann Félags sýslumanna.

Fólk leitar í stórauknum mæli til Neytendasamtakanna vegna fjársvika. Nánast ómögulegt virðist vera stöðva greiðslur.

Sjúkraliðafélag Íslands gagnrýnir stjórnendur Landspítala harðlega fyrir standa ekki við loforð um uppfærða stofnanasamninga.

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær festa sumartíma í landinu í sessi. Það meðal annars gert til draga úr skammdegisþunglyndi og glæpum.

Hannes Þór Halldórsson, sem varið hefur mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta um árabil, er hættur knattspyrnuiðkun.

Frumflutt

16. mars 2022

Aðgengilegt til

16. mars 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.