Á þeim tuttugu dögum sem liðnir eru frá innrásinni í Úkraínu verður úkraínskt barn flóttamaður á hverri sekúndu. Hjálparsamtök óttast að fylgdarlaus börn hafi þegar lent í klóm mannræningja.
Netsvikarar ná árlega tugum milljóna króna af íslenskum fórnarlömbum sínum. Lögreglumaður segir mikla sorg í flestum sögum sem berast lögreglunni. Flestir tapi fjárhæðum sem þeir ráði ekki við.
Frestur til að skila skattframtali rann út á miðnætti, en mikið hefur verið að gera hjá Skattinum við að aðstoða fólk. Það eru einkum hlutabréfakaup og lánabreytingar sem vöfðust fyrir framteljendum.
Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst skömmu fyrir miðnætti eftir sjö tíma leit var illa undirbúinn. Björgunarsveitafólk hafði ekki fengið neinar upplýsingar um ferðáætlanir mannsins.
Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður ætlar að kæra til ríkissaksóknara, þá ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að fella niður mál á hendur yfirkjörstjórn Norðurlands vestra. Hann segir traust á kosningum undir og pottur hafi verið margbrotinn.
Hæpið er að takist að veiða allan loðnukvótann fyrir vertíðarlok. Tvöhundruð þúsund tonn eru enn óveidd.
Staðan á hjúkrunarheimilum á Akureyri hefur verið krefjandi en framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að farið sé að draga úr smiti meðal starfsfólks.
Átta þúsund atkvæðum munaði á sigurlaginu í Söngvakeppni sjónvarpsins og laginu sem varð í öðru sæti.