Tuttugu og einn féll, þar af tvö börn, í loftárásum Rússa á borgina Sumy í norðausturhluta Úkraínu í gærkvöld. Brottflutningur fólks stendur nú yfir úr nokkrum borgum. Úkraínumenn segja að tólf þúsund Rússar hafi fallið í stríðinu.
Búist er við að um 200 þúsund flóttamenn frá úkraínsku hafnarborginni Maríópól muni leita skjóls í borginni Zhaporozhy. Íbúar þar búa sig undir að taka á móti þeim, meðal þeirra er Karl Þormóðsson.
Margeir Pétursson sem rekur Bank Lviv í samnefndri borg og víðar um Úkraínu segir seðlabanka landsins sterkan. Loka þurfti útibúi Bank Lviv í Kænugarði þegar innrás Rússa hófst.
Orkuskipti í skipum sem sigla langt og eru lengi úti á sjó er mikil áskorun og langt frá því að lausn sé komin. Þetta segir skipatæknifræðingur sem unnið hefur að hönnun á umhverfisvænu hafrannsóknarskipi í tvö ár
Fljótsdalshreppur hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við danskan fjárfestingasjóð um mögulega uppbyggingu á vindorkuveri til að knýa vetnisframleiðslu á Reyðarfirði.
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og ýmsir viðburðir eru haldnir vegna hans.