Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 07. mars 2022

Úkraínustjórn hefur hafnað tillögu rússneska hersins um mannúðargáttir fyrir almenna borgara í borgum sem Rússar sækja að. Rússar leggja til flóttaleiðir sem liggja Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Samninganefndir Úkraínumanna og Rússa funda þriðja sinni í dag.

Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni hefur lækkað í morgun. Icelandair hefur lækkað um rúm tíu prósent það sem af er degi og um hátt í 20 prósent frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu.

Það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns sótt um hæli hér á landi þar af 56 frá Úkraínu. Stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga um móttöku á flóttafólki.

Rúmar sextíu milljónir króna hafa safnast hjá þrennum samtökum til hjálpar fólki í neyð í Úkraínu og á flótta þaðan. Íslendingar hafa brugðist vel við ákalli um aðstoð.

Miðstjórn ASÍ hafnaði fyrir helgi erindi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um stofnuð yrði úrskurðarnefnd vegna deilu um hvenær aðalfundur Eflingar eigi fara fram þar sem stjórn á taka við.

Könnun meðal almennra lækna á Landspítalnum sýnir 17 prósent þeirra hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Nýr forstjóri segir ekki þol fyrir slíkri hegðun.

Eldisfyrirtæki mega ala næstum 145 þúsund tonn af fiski í ellefu fjörðum. Engar breytingar voru gerðar á nýju mati þrátt fyrir athugasemdir umhverfissamtaka.

Birt

7. mars 2022

Aðgengilegt til

7. mars 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.