Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 04. mars 2022

Rússar náðu í morgun á sitt vald Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu. Vestrænir leiðtogar gagnrýna Rússa harðlega. Alþjóðakjarnorkustofnunin segir kjarnorkuverið hafi ekki skemmst og engin merki séu um geislavirk efni hafi komist út í andrúmsloftið.

Pútín Rússlandsforseti varar leiðtoga vestrænna ríkja við hertum refsiaðgerðum. Slíkt auki enn á ófrið í Úkraínu. Rússar vilji nágrönnum sínum ekkert illt.

Fundi utanríkisráðherra NATO lauk í Brussel fyrir stundu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn. Úkraínsk stjórnvöld þrýsta mjög á NATO um setja á flugbann yfir Úkraínu.

Klukka sem hangir uppi í sundlauginni í Neskaupstað og sýnir staðartíma í Moskvu, verður mögulega tekin niður. Bærinn hefur stundum verið kallaður litla Moskva í gríni en þar fóru vinstri menn lengi með völd og voru hallir undir Sovétríkin.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mátti ekki setja Ásdísi Höllu Bragadóttur tímabundið í embætti ráðuneytisstjóra, segir umboðsmaður Alþingis. Ásdís Halla er meðal umsækjenda um embættið.

Verið er skoða hvort setja eigi viðbragðsáætlun á landamærunum á hættustig vegna fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Fjöldi umsækjenda í síðasta mánuði var mesti í nærri sex ár.

Aðbúnaður þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði, sem ekki hefur verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði, er betri en Alþýðusambandið óttaðist. Þá er slík búseta sjaldgæfari en búist var við.

Gamla leikskólanum í Grímsey verður breytt í skrifstofu fyrir fólk sem vill koma í eyna og vinna tímabundið í fjarvinnu. Formaður hverfisráðs segir hvergi betra kúpla sig út úr dagsins amstri.

Rússneska knattspyrnusambandið ætlar áfrýja ákvörðun FIFA og UEFA, um útiloka lands- og félagslið Rússlands frá keppni á vegum sambandanna, til gerðardóms íþróttamála.

Frumflutt

4. mars 2022

Aðgengilegt til

4. mars 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.