Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 3. mars 2022

Ekkert lát var á sprengjárásum rússneska hersins á borgir í Úkraínu í nótt. Herinn situr um nokkrar borgir, þar á meðal Mariupol. Borgaryfirvöld segja íbúar séu án rafmagns, vatns og hita.

Íslendingur í Austur-Úkraínu sem kaus vera áfram í landinu þegar stríðið braust út segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Hann segir forréttindi geta orðið liði og hjálpað þeim sem minna mega sín.

Á annað hundrað manns sungu við rammgirta glugga rússneska sendiráðsins í morgun. Hópurinn vildi með söngnum sýna úkraínsku þjóðinni stuðning.

Einn er í haldi lögreglu grunaður um hafa kveikt í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Fjórtán voru í húsinu en engan sakaði.

Komið hefur fyrir barefli hafi verið beitt gegn eftirlitsmanni Matvælastofnunar við störf. Stofnunin kærði nýlega til lögreglu atvik þar sem veist var starfsmanni.

Sóttvarnalæknir telur Íslendinga nálgast harðónæmi og mögulega kórónuveirufaraldurinn í hámarki sem stendur.

Alþjóðanefnd fatlaðs íþróttafólks ákvað í morgun Rússar og Hvít-Rússar fái ekki kepppa á Vetrarólympíumótinu sem hefst á morgun. Í gær hafði nefndin hins vegar ákveðið leyfa þeim keppa.

Frumflutt

3. mars 2022

Aðgengilegt til

3. mars 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.