Rússnesk stjórnvöld segjast hafa náð á sitt vald borginni Kherson í suðurhluta Úkraínu. Barist er í Kharkiv í austri og spítali þar varð fyrir sprengjuregni. Rússar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna í dag.
Fimmtán Íslendingar af þeim átján sem voru í Úkraínu þegar átökin hófust, hafa flúið land. Úkraínumaður sem hefur búið hér í rúma tvo áratugi segir að það hafi reynt mjög á að fylgjast með raunum ættingja sinna og fjölskyldu síðustu daga.
Hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað töluvert í verði á síðustu dögum. Forstjóri kauphallarinnar segir ljóst að ef átökin dragast á langinn sé hætta á enn frekari lækkun
Taxtalaun, sem samið var um í lífskjarasamningunum, hækka um rúmar tíu þúsund krónur á mánuði, samkvæmt hagvaxtarauka sem nú virkjast.
Flughált er víða á höfuðborgarsvæðinu, og suðvesturhorninu. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í morgun eftir hálkuslys.
Öskudagurinn er í dag og má sjá syngjandi grímuklædd börn um land allt sem þiggja sælgæti að launum fyrir sönginn.
Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins í dag. Landsliðsþjálfarinn telur ágætar líkur á sigri.