Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 23. febrúar 2022

Ríkisstjórnin situr á fundi og ræðir allsherjar afléttingu á sóttvarnatakmörkunum. Covid-smitaðir þurfa ekki lengur í einangrun og PCR-próf standa almenningi ekki lengur til boða.

Öryggisráð Úkraínu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og hvetur alla úkraínska borgara til yfirgefa Rússland. Enn bætist í hóp ríkja sem beita Rússa refsiaðgerðum.

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir sýna verði samstöðu með öðrum þjóðum. Hann segir stíga þurfi fast niður og, ef mögulegt, vinda ofan af atburðarásinni. Hann fagnar samstöðu á Alþingi.

Blaðamennirnir fjórir sem hafa verið boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra eru grunaðir um brot gegn lögum um friðhelgi einkalífsins, vegna gagna sem tengjast hvorki skrifum þeirra Samherja-málinu sem slíku. Lögreglan veit hver stal síma starfsmannns Samherja og er ekki blaðamaður.

Enn herja veðurguðirnir á okkur. Í dag gengur norðaustan hríðarveður yfir landið norðvestanvert og stendur fram á kvöld. Hættustig er í Súðavíkurhlíð og hefur veginum verið lokað.

Hellisheiðinni hefur verið lokað tíu sinnum í febrúar, eða í 138 klukkustundir samtals. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir veturinn hafa verið krefjandi.

Birt

23. feb. 2022

Aðgengilegt til

23. feb. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.