Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 22. febrúar 2022

Pútín Rússlandsforseti sendi herinn inn í austurhluta Úkraínu í gær.Sérfræðingur í varnarmálum segir Úkraínustjórn í mjög þröngri stöðu og enn hætta á frekari hernaðaraðgerðum.

Ekki er gert ráð fyrir Hellisheiði og Þregsli verði fær fyrr en síðdegis.

Óvissu- og hættustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum hefur verið aflýst. Tuttugu og átta manns geta því snúið heim, en þau þurftu rýma heimili sín á Patreksfirði í annað skiptið á tveimur vikum.

Þök fuku af húsum bæði á Vopnafirði og í Vatnsdal í veðurofsanum í nótt. Vegir á landinu eru víðast hvar lokaðir.

Önnur djúp lægð á leiðinni til landsins á föstudag. Veðurfræðingur segir hún kunni valda usla og segir ferðalög óráðleg.

Jarðskjálfti stærðinni fjórir komma átta varð í Bárðarbungu í morgun.

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs Grindavíkur í úrvalsdeildinni í körfubolta. Grindavík situr í 6. sæti deildarinnar 17. umferðum loknum.

Birt

22. feb. 2022

Aðgengilegt til

22. feb. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.