Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna í nóvember og desember. Árs hækkun á verði sérbýlis hefur ekki verið meiri frá því skömmu fyrir hrun.
Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa auka viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu á meðan Rússar segjast vera að draga herlið sitt til baka.
Varnarmálaráðherrar Atlandshafsbandalagsríkja funda í Brussel í dag.
Aldrei hafa fleiri verið smitaðir af COVID-19 á Norðurlandi eystra. Fimmtíu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru frá vegna Covid og sex eru inniliggjandi með veiruna.
Rauði krossinn hefur sagt upp samningum við 15 lögfræðinga í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd vegna þess að dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að framlengja samning um réttaraðstoð. Fari verkefnið annað telur félagið nánast ómögulegt að tryggja órofna þjónustu við þennan hóp.
Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður Eflingar segir magnað að hafa unnið sigur þrátt fyrir ótrúlegar ásakanir. Forseti Alþýðusambands Íslands hefur óskað eftir fundi með Sólveigu Önnu til að ræða stöðuna og næstu skref.
Minnihlutinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings vill að engin leyfi til laxeldis í Seyðisfirði verði gefin út., fyrr en strandsvæðiskipulag fyrir Austfirði liggur fyrir. Meirihlutinn