Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 15. febrúar 2022

Björgunarsveitir allt frá höfuðborgarsvæðinu til Austfjarða eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi á fjórða tímanum í nótt. Aðstæður á svæðinu eru erfiðar, mikil veðurhæð og mjög takmarkað skyggni á köflum.

Öllum sóttvarnaraðgerðum gæti verið aflétt fyrir lok mánaðarins, jafnvel fyrr. óbreyttu verður aflétt í minnsta kosti hluta á landamærum næstu daga. Sautján hundruð og tólf greindust með veiruna í gær.

Fjórir blaðamenn hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Akureyri á meintum stuldi síma í eigu starfsmanns Samherja síðastliðið vor. Ritstjóri Kjarnans segist líta svo á hann hafi réttarstöðu sakbornings fyrir hafa skrifað greinar upp úr gögnum í eigu skipstjóra Samherja.

Hellisheiði er enn ófær. Vetrarfærð er á landinu. Snjómokstursmaður segir mikið fannfergi hafa verið á þjóðvegi eitt. Stórvirkar vinnuvélar hafi sig allar við.

Rússar segjast byrjaðir kalla herlið sitt frá landamærunum Úkraínu. Þýskalandskanslari situr fund með Rússlandsforseta í dag þar sem reynt verður miðla málum.

Nýkjörin formaður SÁÁ, Anna Hildur Guðmundsdóttir, segir nauðsynlegt samtökin vinni því bæta fyrir þann ásýndarhnekk sem samtökin hafa orðið fyrir.

Danskt fjárfestingarfélag vill kanna möguleika á reisa vindmyllur í Fljótsdalshreppi. Orkan úr þeim yrði notuð til framleiða vetni og annað rafeldsneyti í fyrirhuguðum orkugarði á Reyðarfirði.

Frumflutt

15. feb. 2022

Aðgengilegt til

15. feb. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.