Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 07. febrúar 2022

Rafmagnslaust er enn víða á landinu eftir veðurhaminn. Um þrjátíu rafmagnsstaurar brotnuðu hjá Rarik á Suðurlandi og rafmagn fór af Vesturlandi um tíma. Þá fór rafmagn af Höfn í Hornafirði en það er komið á aftur.

Allar aðalleiðir frá Varmahlíð í Skagafirði og austur um, allt til Hafnar í Hornafirði, eru ófærar. Enn er versta verður á austanverðu landinu. Mikil ófærð er á Vestfjörðum og þar er afleit tíð.

Enn er óvissustig á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Það dregur úr hættunni þegar líður á daginn en hún eykst svo aftur á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld og nótt. Það var bálhvasst á Vesturlandi í morgun og sló í fimmtíu metra í Húsafelli í hörðustu hviðunum.

Hráefni situr fast í fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar Þinganess á Hornafirði. Bræðslan gæti verið stopp í allt 36 klukkustundir.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ottawa, höfuðborg Kanada, vegna mótmæla sem hafa lamað starfsemi í borginni. Borgarstjórinn segir hún stjórnlaus og útilokar ekki valdbeitingu til koma reglu á aftur.

Birt

7. feb. 2022

Aðgengilegt til

7. feb. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.