Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 02. febrúar 2022

Fjörutíu af fimmtíu starfsmönnum Eflingar létu af störfum á meðan Sólveig Anna Jónsdóttir var formaður félagsins. Kostnaður vegna ýmissa starfsmannamála var hátt í 130 milljónir. Sólveig Anna er ein þriggja sem sækjast eftir formennsku í félaginu.

Til skoðunar er sóttvarnareglum verði aflétt hraðar en áður hefur verið kynnt. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.

Veitingastaðir sem reiða sig á erlenda ferðamenn og hópferðafyrirtæki koma verst út úr faraldrinum á meðan bílaleigur standa betur. Þetta segir í nýrri skýrslu um stöðu ferðaþjónustu.

Á næstu vikum verður kosið um fimm tillögur um sameiningu sveitarfélaga á Vestur- og Norðurlandi. Framlög úr Jöfnunarsjóði verða rúmlega 3 milljarðar króna ef sameining verður alls staðar samþykkt.

Hjúkrunarheimilið Eir glímir við stærsta hópsmitið í faraldrinum til þessa. Á einni deild eru allir íbúar nema einn smitaðir.

er aftur komin á í Gíneu-Bissaú þar sem valdaránstilraun var gerð í gær. Hópur manna, grár fyrir járnum, ruddist inn í stjórnarráðið og stóðu skotbardagar í fimm klukkutíma.

Ríkið hefur lýst þjóðlendukröfum á Austfjörðum og þar með landinu öllu utan eyja og skerja. Á Austfjörðum er viðbúið átök verði um landsvæði sem eru verðmæt vegna vatnsréttinda mögulegra virkjana.

Birt

2. feb. 2022

Aðgengilegt til

2. feb. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.